Það besta við Netflix er gott úrval heimildarmynda. Nýleg heimildarmynd úr þeirra smiðju fjallar um dómsmál gegn hinni bandarísku Amöndu Knox.
Eflaust kannast einhverjir lesendur Pjattsins við málið en það varð algjört fjölmiðlafár í kringum það vestanhafs. Árið 2007 fór Amanda til Ítalíu sem skiptinemi. Hún var ekki búin að vera í landinu í nema tvo mánuði þegar sambýlingur hennar finnst látinn á heimili þeirra. Augljóst var að um morð var að ræða.
Hér er á ferðinni virkilega vönduð heimildarmynd þar sem rætt er við alla lykilaðila og öllum hliðum málsins gerð góð skil.
(5 / 5)
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.