Ég má til með að segja frá heimildarmynd frá 2014 sem ég fann á Netflix um daginn og taka fram að eftirfarandi færsla er sú mikilvægasta sem ég hef skrifaði á Pjattið frá upphafi!
Advanced Style eftir Ari Seth Cohen er heimildarmynd byggð á blogginu hans sem ber sama heiti.
Ari valsar um götur New York borgar og leitar uppi skapandi eldra fólk með flottan og oft á tíðum óhefðbundinn stíl, myndar það og birtir á blogginu sínu. Ari fannst vanta tískublogg sem sýnir eldra fólk en hann spyr sig af hverju það sé svo algeng hugsun að telja lífið nánast á enda þegar árin færast yfir.
Ari fannst nóg komið af virðingar og skeytingarleysi í garð eldra fólks og ákvað út frá því að hefja þetta verkefni. Hann telur að eldra fólk hafi upp á margt að bjóða og að við sem yngri erum ættum að taka meira eftir þeim, virða þau og nýta visku þeirra.
Myndin fylgir eftir 7 New York drottningum sem hafa orðið á vegi Cohen á götum borgarinnar og satt best að segja eru nokkrar þeirra alveg hreint magnaðar! Má þar nefna Joyce Carpati (81 ára), Ilona Royce Smithkin (94 ára) og Zeldu Keplan (látin 95 ára).
Hér eru á ferð alveg hreint ótrúlegar konur sem hafa gert margt og gengið í gegnum margt í lífinu. Viðhorf þeirra, þankagangur, glæsileiki, auðmýkt, reisn og góðmennska hafa svo sannarlega veitt mér innblástur.
Joyce Carpati hefur aldrei lagt sérstaka áherslu á að líta unglega út; “I never wanted to look young, I wanted to look great.”
Zelda Keplan dvaldi um tíma í Afríku þar sem hún heillaðist af höfuðfötum eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Hún átti ótal hatta í þessum stíl sem hún hannaði sjálf.
Rétt eftir tökur myndarinnar lést Keplan, 95 ára gömul. Hún kvaddi þessa jarðvist á fremsta bekk á New York Fashion Week. Í myndinni segist hún hafa fæðst lífsglöð og að hún hafi elskað tísku; “I love fashion. I think good style improves the environment for everybody.”
Ilona Royce Smithkin fór að vinna í sjálfstrausi sínu 84 ára gömul. Það segir okkur að ÞAÐ ER ALDREI OF SEINT. Þvílík virðing sem ég ber fyrir þessari litlu konu en hún fæddist í Póllandi og ber iðulega gerviaugnhár sem hún býr til úr sínu eigin hári!
Hér má sjá trailer myndarinnar, sem mér finnst reyndar engan veginn gefa henni góð skil. Svo þú verður hreinlega bara að sjá myndina.
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=NX46yvihOGU[/youtube]
Þú þarft ekki endilega að vera áhugamanneskja um tísku. Ef þú hefur áhuga á fólki og áhuga á viðhorfum og sýn annarra á lífið og tilveruna þá er þessi mynd algjörlega fyrir þig.
Takk Ari Cohen fyrir að kynna mig fyrir þessum frábæru einstaklingum!
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.