Netflix kom, sá og sigraði. Við skrifuðum fyrst um það hér á Pjatt.is árið 2012 og höfum horft síðan. Línuleg sjónvarpsdagskrá er löngu farin úr okkar lífi. Netflix tók yfir.
Og til að þú, kæra pjattrófa, verðir líka lengrakomin Netflixer eins og við ætlum við hér að kenna þér tólf tips, trix og “hökk” til að bæta Netflix reynsluna svo um munar. Kannski áttu bara aldrei eftir að fara út úr húsi aftur? Það er líka allt í lagi? Kalt og líklegast lægt á leiðinni. Þá er gott að eiga Netflix að.
1. Bættu Rotten Tomatoes stjörnugjöf, IMDb hlekkjum og stiklum við Netflix.
Ef þú notar tölvuna til að horfa á Netflix skaltu setja Netflix Enhancement Suite viðbótina á Chrome vafrann hjá þér. Alveg ókeypis og auðveldar mjög leitina að góðu efni. Þú getur fengið stjörnugjöf og dóma frá Metacritic og Rotten Tomatoes og hlekki á IMDB. Einnig er hægt að skoða treilera og ótal margt fleira. Viðbót fyrir fagmenn í flixi.
2. Horfðu á myndir sem eru á Netflix í öðrum löndum.
Hvert land hefur sitt samningasvæði en á eigin ábyrgð er hægt að gera smá trix sem bæta við úrvalið hjá þér. Þú getur “önblokkað” þessar lokanir með því að nota t.d. Playmo.tv, Smartflix (ókeypis) eða Media Hint og með því færðu annað og meira úrval en þú hafðir áður. Upp á síðkastið virðist þetta þó eitthvað hafa verið að breytast því Netflix fer nú um og lokar og læsir á réttindasvæði. Sumir geta þó enn notað þessi trix. Sakar ekki að prófa.
3. Notaðu Netflix Roulette.
Hver hefur ekki óskað sér að Netflix væri með svona “random” takka til að fá nýjar og óvæntar myndir upp í valinu í stað þess að fá aftur og aftur sömu meðmælin með Orange is the New Black og Breaking Bad.
Flix Roulette er lítið kraftaverka apparat og meira til. Þú getur valið leikara, leikstjóra og jafnvel lykilorð (t.d. sexy thrillers featuring a strong bisexual lead) til að njörva niður leitina. Svona ef það er þitt thing.
4. Hættu að böffera.
Kannastu við það að horfa á mynd eða þátt og það er svaka hápunktur að fara í gang þegar myndin stoppar og fer að hlaða sig inn aftur? Óþolandi. Ef þú ert að horfa í tölvunni skaltu prófa að halda niðri Shift+Opt (Shift+Alt í Windows) og vinstri smella svo til að opna “hidden” valmynd (sem kallast Stream Manager) þar er boðið upp á böff fixeringar og valkosti við streymið. Ef þú ert að nota Chrome, smelltu þá á Ctrl+Shift+Alt/Opt+S til að nálgast þessa valmynd. Ef þú ert að streyma Netflix gegnum Wii, Xbox 360, eða PlayStation 3 notaðu þá stýripinnann og gerðu upp, upp, niður, niður, vinstri, hægri, vinstri, hægri, upp, upp, upp, upp.
5. Horfðu á skrítnum tíma til að fá betri myndgæði.
Ef þú vilt ná fram betri myndgæðum þá gæti verið trikk að horfa á myndir og þætti þegar færri liggja yfir Netflix. Til dæmis á morgnanna, mjög seint á kvöldin eða um miðjan dag. Það myndi alveg teljast góð og gild ástæða til að segja upp í „Netflix er bara í mikið betri gæðum yfir miðjan daginn og ég á alla OA seríuna eftir”.
6. Styttri leiðir á lyklaborðinu.
Lærðu þessar fimm fingrasetningar á lyklaborðinu:
– F blæs myndina upp í heilan skjá; Esc færir hann aftur til baka
– PgDn er pása; PgUp spilar
– Spacebar virkar líka sem playtakki
– Shift + Hægri ör hraðspólar áfram og Shift + Vinstri ör spólar til baka
– M ætti að virka sem ‘mute’ takki. Það fer eftir tölvunni þinni.
7. Ertu að nýta HD-ið í botn?
Það væri kannski svolítið vandræðalegt að borga alltaf fyrir að nota HD en nota það svo ekkert. Farðu á Netflix.com/HdToggle til að tékka á stillingunum hjá þér. Athugaðu bara að ef þú ert ekki í Wi-Fi þá er mikið, mikið dýrara að streyma HD í gegnum 3 eða 4G. HD notar miklu meira gagnamagn.
8. Lagaðu textann til.
Þú getur stillt textann með lit, stærð, leturgerð og ýmsu fleira. Þú þarft bara að logga þig inn á reikninginn þinn og stilla þetta allt eftir eigin höfði. Mörgum finnst betra að hafa enskan texta á enskum myndum, stundum er maður ekki alveg að hlusta. Leiðin: Account > Profile > Subtitle Appearance.
9. Lotuhorfðu með vinum í gegnum Rabbit.
Ef þú ert í fjarbúð en langar að klára Narcos með kærastanum þá gætirðu prófað forrit sem heitir Rabbit. Það leyfir manni að sjá það sem viðkomandi er að gera á skjánum hjá sér en spjalla samt um leið. Frábær aðferð til að halda kósýkvöldunum inni þrátt fyrir að langt sé á milli húsa. Jafnvel lönd.
10. Netflix sokkar og ekkert rugl!
Þetta er auðvitað eitthvað það furðulegasta sem við höfum heyrt um en þú getur aksjúallí farið í Netflix sokka sem fatta hvenær þú sofnar yfir þætti og þá fer þátturinn sjálfkrafa á pásu.
Netflix sokkarnir, hafa nefnilega innbyggðan nema sem skynja hvenær þú sofnar og þá taka þeir til sinna ráða.
Því miður eru sokkarnir ekki fjöldaframleiddir eins og staðan er núna en þú getur lesið þessar nákvæmu leiðbeiningar og komið verkefninu í gang. Neyðin kennir naktri konu að spinna.
11. Notaðu Netflix biblíuna til að finna nákvæmlega það sem þú ert að leita að.
Hver kannast ekki við að eyða ógeðslega löngum tíma í að reyna að finna einhverja mynd á Netflix og enda svo á því að horfa á eitthvað hundleiðinlegt? Flokkar eins og Action eða Romance eru stundum ekki að skila neinu svo þá getur verið sniðugt að hverfa til Netflix biblíunnar í leitinni að rétta efninu, og helst vera búin að finna eitthvað gott áður en þú sest niður til að horfa. Á vefnum What’s On Netflix er að finna mjög gott yfirlit yfir allskonar skemmtilegt efni sem hægt er að finna á Netflix, efni sem poppar ekki upp á forsíðuskjáinn þegar þú loggar þig og kemur ekki svo auðveldlega upp í leit. Á síðunni notarðu ID tölur sem hægt er að bæta við endann á Netflix URL slóð, prófaðu t.d 6384 “Tearjerkers,” ef þig langar að væla svolítið.
12. Spurðu á Reddit.
Ef þú veist ekkert hvað þig langar að horfa og ert bara týnd eins og Lísa í Undralandi þá gæti verið lag að logga sig inn á spjallrásirnar hjá Reddit og leita ráða. Smelltu á þennan link r/NetflixBestOf ef þig langar að hverfa inn í samfélag ákafra kvikmyndanörda sem þrá ekkert heitar en að deila reynslu sinni, styrk og vonum með þér. Og ef þig langar að horfa bara á Netflix original þætti, þá gæti þessi listi gefið þér einhverjar hugmyndir líka en athugaðu að það hefur margt bæst við síðan.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.