Nelson Mandela lést í vikunni sem leið. Þetta var stórkostlegur maður sem enn í dag vekur með okkur innblástur um hvernig hægt er að gera heiminn að betri stað fyrir okkur öll.
Af hans vörum féll mikil viska en meðal annars sagði hann þessar fallegu setningar:
Að geta ekki fyrirgefið er eins og að drekka eitur og bíða þess að óvinur þinn deyi.
Allt virðist ómögulegt þar til það er yfirstaðið.
Menntun er öflugasta vopnið sem við getum notað til að breyta heiminum.
Peningar hafa ekki velgengni í för með sér, það hefur hinsvegar frelsið sem maður þarf til þess að fá að afla þeirra.
Mandela var fyrsti þeldökki maðurinn sem gengdi stöðu forseta í heiminum, hann var sá fyrsti í sinni fjölskyldu sem fór í skóla og lærði síðar lögfræði. Mikill maður og merkilegur. Mælum með góðri fræðslustund yfir æviágripinu hér að ofan.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.