Fyrir þá sem elska litríkar, glitrandi og munstróttar neglur þá er þetta eitthvað fyrir ykkur! WAH naglasnyrtostofan í London sérhæfir sig í vægast sagt mjög óvenjulegum og skemmtilegum nöglum…
…Hvað má bjóða þér? Þær virðast geta gert hvað sem er, hvort sem þú vilt langar, stuttar, glitrandi, mattar, doppóttar eða röndóttar neglur þá er það í boði. Þetta er eitthvað sem væri sjúklega gaman að skella sér í ef að maður ætti leið um London!
Hér fyrir neðan er smá albúm af því sem þær hafa verið að gera, og já, þær eru greinilega mjög duglegar að taka myndir af verkum sínum:
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.