Some like it HOT línan frá Professionails er stútfull af sumarlegum og skemmtilegum litum. Ég var svo heppin að eignast tvo liti úr þessari línu um daginn sem hreinlega öskra sumar…
…Annar liturinn er SKÆRgulur og er númer 232, hann er án sanseringu og 100% þekjandi eftir tvær umferðir. Þessi er nýja uppáhaldið! Hinn liturinn sem að ég eignaðist er skærbleikur (með smá appelsínugulum blæ) en hann er númer 233. Mæli með að kíkja á litina í þessari línu ef þið eruð í sumarfíling.
En það eru ekki aðeins fallegir litir í boði frá Professionails heldur bjóða þau upp allt milli himins og jarðar sem tengist naglahirðu. Sjálf prófaði ég til dæmis undirlakk og yfirlakk.
Undirlakkið eða Pre Polish hreinsar neglurnar fullkomlega og kemur í veg fyrir að naglalakkið sem kemur ofan á flagni og brotni af. Þetta eykur því endinguna til muna.
Yfirlakkið sem ég er að nota er svo mjög sniðugt en það heitir Seco Seco. Þetta er ekki aðeins yfirlakk sem gefur mikinn glans og flotta áferð heldur er þetta einnig þurrkefni sem að þurrkar naglalakkið á mettíma. Þetta snilldar efni, Seco Seco, hefur verið ein vinsælasta vara Professionails í nokkur ár.
Það er heildsalan Hjölur í Kópavogi sem að selur Professionails vörurnar, mæli með að skoða vöruúrvalið sem er mjög skemmtilegt og fjölbreytt.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.