Hér kemur skemmtilegt myndband frá ‘snyrtiskóla’ ELLE. Þetta myndband sýnir okkur hversu einfalt er að gera dýramunstur á neglurnar…
…Í myndbandinu notar hún pastel-gult lakk í bland við dökkbleikan og útkoman er nokkuð flott að mínu mati. Það sem mér finnst vera mikilvægast þegar ég er að leika mér svona með mörg lög af laglalakki er svokallað þurrklakk. Það er naglalakk sem þú setur yfir hverja umferð til að þurrka hana á mettíma og koma þannig í veg fyrir að allt fari í klessu eftir til dæmis umferð þrjú eða fjögur.
Súper einfalt en ótrúlega skemmtilegt!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=3lzVofeoB9A[/youtube]
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.