Ertu áhugamanneskja um naglaskreytingar? Franska snyrtivörumerkið Bourjois gaf nýverið út bók prýdda hugmyndum að allskyns naglaskreytingum.
Bókin skiptist í þrjá hluta eftir því hversu flókið er að gera skreytingarnar.
Flokkarnir eru easy, intermediate og expert. Það er um að gera að athuga hvar þú stendur og prófa þig áfram þar til þú verður expert!
Ýmsar hugmyndir eru settar fram í bókinni þar sem unnið er með stensla sem maður útbýr sjálfur með límbandi, þrykkimyndir frá Bourjois og glimmerlakki.
Það er alveg ótrúlegt hvað nokkrar doppur í öðrum lit eða með glimmeri geta gert mikið þó þær séu settar á eina nögl. Sniðug hugmynd er að setja bara skraut á nögl baugfingurs eða jafnvel lakk með annarri áferð.
Gott er að eiga fína pensla fyrir allra fínustu línurnar og svokallað ,,dotting tool” sem sérhannað er til að gera doppur. Fyrir áhugasama er bókin til í Hagkaup!
Dropar sem flýta fyrir því að lakkið þornar
Fyrir þær allra óþolinmóðustu er snilld að nota Instant Dry dropana frá Bourjois sem þerrar lakkið á nokkrum sekúndum.
Þetta efni nota ég sjálf yfir naglalakk til að flýta fyrir þornun og svo virkar það einnig sem næring fyrir naglaböndin og slær þar með tvær flugur í einu höggi. Nóg er að setja einn dropa á hverja nögl en hann rennur og dreifist sjálfkrafa yfir alla nöglina.
Þetta er skemmtileg bók fyrir naglaföndrara á öllum aldri. Það er gaman að dunda sér við þetta heima og lökkin frá Boujours eru þægileg, til í endalausu litaúrvali og þau eru á góðu verði.
Hulda Jónsdóttir Tölgyes er 28 ára og úr Reykjavík.
Hulda hefur lokið tveimur háskólaprófum í sálfræði og stefnir ótrauð á að læra enn meira innan þess sviðs á næstu árum.
Hún er jafnframt lærður naglafræðingur úr MOOD skólanum og einn af stofnendum poppkórsins Vocal Project.
Hulda er hundafrík sem naglalakkar stundum tíkina sína!