MINX neglur er æði sem er búið að vera í gangi núna í nokkur ár og ég bíð alltaf jafn spennt eftir því að hægt sé að fá svona á Íslandi en ekkert gerist…
…Maður er alltaf að rekast á myndir af fáránlega flottum nöglum sem selebbarnir skarta og oft eru það svokallaðar Minx neglur.
Minx er einfaldlega komið í staðin fyrir naglalakk nema það er ekki lakk heldur álþynna sem er brædd á neglunar.
Það sem er flott við þessar Minx neglur er að þú getur fengið háglans gull, silfur og alls konar mynstur og útkoman er alltaf fullkomin, annað en með naglalakkið sem að á það til að klessast ef maður setur of þykkt lag. Svo er auðvitað erfitt að lakka sama mynstrið á allar neglurnar án þess að mistakast og klúðra. Með Minx verða allar neglurnar nákvæmlega eins og ekkert subb.
Þessar Minx álþynnur eru settar á neglurnar af lærðu fagfólki og úti eru til sérstakar Minx naglasnyrtistofur en því miður er ekkert um þetta hér á Íslandi.
Vonandi fer einhver snillingur að læra þetta sem fyrst því þetta er alveg svakalega sniðugt og FLOTT!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.