Það er í tísku að vera með naglalakk bæði á tám og fingrum en undanfarið hef ég verið að skoða myndir af nöglum þar sem heilu listaverkin eru máluð á neglurnar.
Ég hef oft verið að furða mig á því hvaða tækni er notuð til að gera öll þessi listaverk en þegar ég sá myndbandið hér að neðan þá sló ég hausnum örlítið í vegg að hafa ekki fattað þetta fyrr!
Auðvitað að taka gamlan naglalakkahaus, klippa hann til, þrífa og geyma í gamalli naglalakkaflösku svo pensillinn þorni ekki!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=u14QML1ELU8&feature=related[/youtube]Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.