Á tumblr síðunni Fuck Yeah Pretty Nails er hægt að skoða óteljandi hugmyndir af því hvernig er hægt að naglalakka sig.
Sumt er mjög flott en annað er of ýkt fyrir minn smekk. Jafnvel þó þér þyki engin myndanna flott, þá veita þær innblástur og þú getur sett saman það sem þér sjálfri þykir fallegt.
(Á síðunni er samansafn af myndum af hinum og þessum síðum. Ef þú smellir á myndirnar inni á síðunni þá detturðu inn á síðuna sem myndin var tekin af og mjög oft er síðan sem þú dettur á með fullt af myndum af nöglum og þar sérðu enn fleiri hugmyndir að naglalakki. Sumar myndirnar er ekki hægt að smella á en þær eru oftast merktar með síðunni sem myndin var tekinn af.)