Síðasta árið eða svo hafa stiletto neglur spilað mjög stóran part í naglatískunni. Sumir vilja meina að þetta sé “back to basic” því það hafi verið í tísku hér í denn að hafa oddmjóar neglur.
En þá voru það í raun ekki gervineglurnar sem voru gerðar þannig heldur voru þetta náttúrulegu neglurnar sem voru þjalaðar í spíss en það myndi kallast í dag “almond shape”, eða möndlulagaðar neglur eins og við gerum mikið á stofunum í dag.
En þar sem naglatískan er mjög fjölbreytt og naglafræðingum fjölgar er meira í boði nú en áður. Það er ekki langt síðan við vorum bara örfáar sem gerðum skraut og buðum upp á eitthvað meira en bara gamla góða hvíta ‘frenchið’. Nú er ALLT í boði því það er ALLT í tísku!
Stuttar, langar, glimmer, natural, litir, skraut og gel naglalökk.
Ég mæli hiklaust með því að stíga út fyrir boxið og prófa eitthvað nýtt í hverri naglaheimsókn!
Hér kemur mynd af einum af uppáhalds nöglunum sem ég hef gert. Hreinlega elska þennan svarta og bleika saman. Enda hef ég verið beðin um að gera þessar ansi oft eftir að ég setti inn mynd af þeim.
Svo er mjög vinsælt að hafa 2-3 neglur öðruvísi eða með skrauti eins og hér, nokkur handmáluð strik gera ótrúlega mikið.
Fusion … svo má blanda saman fullt af litum!
Svo má ekki gleyma gel naglalökkunum sem hafa gjörsamlega sigrað heiminn 😉
Hægt er að fá gel naglalakk á sínar eigin neglur og þú heldur litnum í allt að 6 vikur. Ferð svo á stofuna þína og lætur leysa það af og velur þér nýjan lit. Athugaðu að það er líka hægt að fá gel lökkin yfir gervineglur!
Þorir þú að breyta til?
Þórey Gunnarsdóttir hefur starfað við naglaásetningar í um það bil 9 ár og hefur þar af leiðandi upplifað margar hliðar á naglatískunni síðastliðinn áratug eða svo. Er einnig förðunarfræðingur, sérfræðingur í augnháralengingum og með diploma í varanlegri förðun (tattoo). Skvís er jafnframt eigandi Makeover Snyrtistofu & naglaskóla sem opnaði í janúar 2012.