Þó ég sé þeirrar skoðunar að maður eigi að nota alla heimsins liti allt árið um kring virðast þó flestir verða fyrir áhrifum árstíða hvað varðar litaval.
Á sumrin er eins og fleiri séu til í að nota skær lökk á neglur og í fatnaði. Í sumar hafa rauðir, bleikir og kóral tónar verið vinsælir – enda dásamlega fallegir og eiga vel við svo margt! Það skiptir líka litlu máli hvort neglurnar séu stuttar, langar eða af hvaða lögun þær eru, rauðir tónar gera alltaf mikið fyrir neglurnar.
Tveir rauðir tónar í uppáhaldi hjá mér í sumar hafa verið:
Chanel liturinn er skemmtilegur að því leyti að hann hefur gyllta sanseringu.
Eins og sést á myndinni þurfa neglurnar ekki að vera langar til að hann njóti sín í botn.
Hulda Jónsdóttir Tölgyes er 28 ára og úr Reykjavík.
Hulda hefur lokið tveimur háskólaprófum í sálfræði og stefnir ótrauð á að læra enn meira innan þess sviðs á næstu árum.
Hún er jafnframt lærður naglafræðingur úr MOOD skólanum og einn af stofnendum poppkórsins Vocal Project.
Hulda er hundafrík sem naglalakkar stundum tíkina sína!