Ég prófaði nýlega 1 seconde naglalakkið frá Bourjois sem hefur þann eiginleika að það þornar á ótrúlega stuttum tíma.
Nú þykist ég kannast við margar sem þurfa akkúrat að sækja eitthvað í töskuna, hengja aðeins úr þvottavélinni, nú eða skipta um föt -þegar þær eru með blautt lakk á nöglunum.
Það eru því eflaust margar sammála mér um að naglalakk er gætt góðum kosti ef það þornar hratt.
Lakkið hefur mjúka sílikon-geláferð og burstinn er passlega breiður sem veldur því að nöglin verður fallega slétt og lakkið þekur nöglina vel, jafnvel eftir aðeins eina umferð.
Lakkið fæst í yfir 20 litum ýmist með glitri (shimmer) eða án og nokkrir eru með dásamlegu glimmeri fyrir allra mestu krummana.
Súper sumarlegir litir sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér heita Méli Melon og Turquoise Block. Tilvaldir til að lífga upp á daginn og gleðja augað. Ég hef verið að kynna mér hvað nagladömum víðsvegar um heiminn hefur fundist um lökkin og almennt virðist vera mikil ánægja með endingartíma og áferð. Það er auðveldlega hægt að hafa það á nöglunum í fimm daga án þess að kvarnist upp úr því.
Lakkið endist vel og ég get mælt með því alla leið fyrir pjattrófur og pæjur!
[usr 4]
Hulda Jónsdóttir Tölgyes er 28 ára og úr Reykjavík.
Hulda hefur lokið tveimur háskólaprófum í sálfræði og stefnir ótrauð á að læra enn meira innan þess sviðs á næstu árum.
Hún er jafnframt lærður naglafræðingur úr MOOD skólanum og einn af stofnendum poppkórsins Vocal Project.
Hulda er hundafrík sem naglalakkar stundum tíkina sína!