Sumarlína Yves Saint Laurent inniheldur dásamlegt naglalakk sem heitir Corail Colisee og er litur þess innblásinn af kóralrifjum Miðjarðarhafsins.
Þegar ég sá þetta naglalakk fyrst var ég yfir mig hrifin! Hægt er að lýsa lit lakksins sem rauð kóral glansandi fallegum.
Þegar ég bar litinn á mig fyrst hreinsaði ég neglurnar og bar á tvær umferðir: Naglalakkið þornar á fimm mínútum og liturinn á nöglunum er ALVEG eins og hann er í flöskunni sem er frábær kostur því það er fátt leiðinlegra en að setja á sig naglakakk sem er allt öðruvísi en það lítur út fyrir að vera í glasinu.
Ég bar lakkið á mig á mánudegi og á fimmtudegi var varla farið að sjá á því, ég setti samt eina umferð yfir á fimmtudeginum til að fá meiri glans og fríska aðeins upp á neglurnar og á laugardeginum var varla enn farið að sjá á því. Því mæli ég hiklaust með þessu lakki þar sem að það er endingargott, liturinn er sumarlegur og “poppar” upp sumardressið.
Flaskan sem lakkið kemur í er afar falleg með gylltu loki og einföldum ferköntuðum tappa, pensillinn er einnig flatur og því er auðvelt að bera lakkið á sig.
P.S. ég prófaði einnig að setja matt overcoat yfir lakkið og það var mjög smart!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig