Það fer ekki fram hjá neinum að nautið (20. apríl – 20. maí) býr yfir glæsileika sem erfitt er að apa eftir, því miður. Vissulega getum við gert okkar besta til að koma vel fyrir en nautið er með þetta í blóðinu.
Nautsmerkinu er stjórnað af Venus, ástargyðjunni, og það er sennilega þess vegna sem svo mörg naut eru með kynþokkafyllsta fólki í heimi.
Þörf nautsins fyrir stöðugleika og að “eiga” fólk gæti samt sem áður skemmt fyrir ástarlífi þess.
Ástin
Ef naut verður ástfangið af þér mun það sennilega vera það um nokkurt skeið þó svo að slitni upp úr sambandinu.
Naut sem tekur ákvörðun um að fara í samband hefur tekið sér tíma, svo aðeins meiri tíma og smá tíma í viðbót til að fara yfir málin og meta stöðuna. Miðað við allan þann tíma sem nautið tók sér til að velja þig, geturu verið nokkuð viss um að þú ert mikill fengur í augum þess.
Nautið er það þrjóskt og fast fyrir að þegar það hefur tekið ákveðna stefnu þá er bara mjög erfitt fyrir það að beygja af henni. Í stuttu máli; pakka saman, búið, bless er erfitt og tekur tíma fyrir nautið. Einnig gæti naut verið kollfallið fyrir þér en þú ekki haft neina hugmynd um það vegna þess að nautið er ekki mikið fyrir ástríðufullar játningar.
Hvernig heillaru naut?
- EKKI reka á eftir því .. ef þú ert yfir þig hrifin af nauti skaltu taka “góðir hlutir gerast hægt” á þetta.
- Gefðu því að borða. Nautið er algjör nautnaseggur en hér skal þó tekið fram að nautið er ekkert átvagl þrátt fyrir góða matarlyst, þetta snýst um að njóta.
- Vertu einlæg. Nautinu finnst fátt meira “turn off” en tvöfeldni og blekkingar.
- Hrósaðu því og hrósaðu því síðan meira.
- Gefðu því dýrar gjafir. Nautið kann vel að meta veraldlega hluti.
- Slepptu því að bjóða nautinu i óvænta, rómantíska helgarferð eða kannaðu allavega fyrst hvernig dagatalið lítur út hjá því. Langtímaplön sem nautið hefur sett niður eru mikilvæg og eiginlega óhagganleg.
Rútína, stöðugleiki og öryggi er nautinu ótrúlega milvægt en það sem nautið óttast einna helst er að láta trufla sig og verða fátækt. Vegna þess að nautið hefur af kostgæfni valið hvað það vill gera þolir það ekki þegar daglegri rútínu þess er ógnað. Nautið vill bara fá að einbeita sér og býr yfir þeim eiginleika að geta útilokað óþarfa áreiti.
Nautið á það til að vera latt og fara hægt af stað í verkefni en þegar það fer af stað vinnur það eins og jarðýta og ekkert fær stöðvað það í að ná markmiði sínu. Þetta er vegna þess að tími nautsins, vorið, er ekki bara tími vinnu og drifkrafts heldur líka undirbúningstími fyrir sumarið sem er tími nautna og afslöppunar.
Að lokum eru hér eru nokkur “tips” fyrir nautið sem gætu nýst því við peningaöflun .. ekki það að nautið þurfi á hjálp í þeim efnum að halda (það er ekki nóg með að nautið sé glæsilegt og sexý heldur er það líka slungið fjármálasjení).
- Taktu næsta flug til Hollywood, fáðu þér umboðsmann í tvíburamerkinu og græddu á tá og fingri fyrir það eitt að vera kyntákn.
- Þú elskar peninga og þeir elska þig, þeir eiga allavega ekkert erfitt með að margfaldast í höndunum á þér. Bankastörf eða fjárfestingar væri því góð hugmynd.
- Þú gætir gerst einhverskonar stílisti, innanhúsarkitet, landslagshönnuður eða eitthvað í þeim dúr sem reynir á fagurfræðilega hæfileika þína, það eru fáir jafn smekklegir og fágaðir eins og þú.
PS. Það er rétt að taka fram að þegar stjörnumerki eru skoðuð þá er það ekki bara sólarmerkið (það merki sem tilheyrir afmælisdegi okkar) sem hefur áhrif á persónuleikann heldur líka önnur merki, sem dæmi þá er pistlahöfundur með sól í fiskum en á sama tíma rísandi bogmaður. Tvö ólík merki, vatn og eldur. Sumum finnst þeirra merki ekki vera lýsandi fyrir sína persónu. Ein af ástæðum þess er að við stjórnumst af mismunandi merkjum eftir því hvenær og hvar við fæddumst.
FRÆG NAUT
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.