Hin stórglæsilega leikkona Natalie Portman er andlit tískuhúss Dior og nýja farðans Diorskin Forever.
Natalie Portman hreinlega ljómar af kynþokka og kvenleika í auglýsingaherferð þar sem hún er förðuð með farðanum og augun eru förðuð í léttum smóký.
Þessi nýji farði frá Dior er einstök blanda fljótandi farða og krems og er auðvelt að bera hann á andlitið. Ég mæli með að þú berir hann á með förðunarbursta en ekki fingrunum til að fá jafnari áferð (og fingurnir verða ekki kámugir fyrir vikið).
Forever farðinn endist vel yfir daginn sem er frábært fyrir uppteknar konur sem hreinlega hafa ekki tíma eða áhuga á að taka förðunarpásur. Það er fínt að geta farðað sig og vera svo flott allan daginn. Farðinn gefur húðinni mjúka og fullkoma matta áferð ásamt því að veita góðan raka í leiðinni, nauðsynlegt er að kaupa ekki aðeins réttan lit af farða við húð þína heldur að athuga hvort hann sé í réttum litatón. Því er fínt að fylgja þessarri einföldu reglu: Gultóna fyrir gultóna húð og rauðtónaða lit fyrir rauðtóna húð.
Ef þú ert í vafa þá eru förðunardömurnar í snyrtivöruverslunum ætið reiðubúnar að aðstoða þig við val á réttum litatón.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=ByASEytE2yM[/youtube]Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.