Leikkonan Naomi Watts er í viðtali í októberhefti In Style UK og talar þar meðal annars um hlutverk sitt sem Díana prinsessa heitin í kvikmyndinni “Diana”.
Naomi segist hafa oftar en einu sinni og oftar en tvisvar íhugað að hætta við að leika í kvikmyndinni.
Hún segist hafa sagt nei áður en hún sagði já því þetta hlutverk er ekki lítið og Díana átti hug og hjörtu svo margra. Eftir að hafa hugsað sig um í nokkrar vikur fannst henni samt enginn önnur geta leikið þetta hlutverk og sló til.
Naomi segir:
Auðvitað á fólk eftir að segja “Hún er ekki nógu hávaxin, hún er ekki með eins nef, ekki sama útlitið né sömu röddina” en þegar ég komst yfir það hvað fólk myndi segja fannst mér þetta vera áskorun sem ég varð að takast á við.
Margir nánir Díönu prinsessu hafa þegar gagnrýnt myndina þó svo að hún sé ekki ennþá komin út. Dr. Hasnat Khan sem átti í tveggja ára sambandi við Díönu segir að myndin sýni ekki rétta mynd af sambandi þeirra. Hann segir að frá stillum úr myndinni sé augljóst að það sé verið að sýna hvernig fólk hélt að sambandið þeirra hefði verið og hvernig þau komu fram hvort við annað en að hans sögn er ekkert rétt sem kemur fram á þeim myndum.
Að lokum segir Dr. Hasnat: ” Það var engin goggunarröð í sambandinu okkar, ég var ekki læknir og hún var ekki prinsessa, við vorum bara við sjálf”.
Díana prisessa heitin var manneskja sem vildi hafa hlutina út af fyrir sig og kærði sig kollótta um slúðurpressuna en það eru fjölmargir sem bíða spenntir eftir því að sjá kvikmyndina og hvernig hún verður sett fram. Meðal annars ég sjálf!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig