Ofurfyrirsætan Naomi Campell hefur svo sannarlega munninn fyrir neðan nefið og hefur aldrei verið óhrædd við að tjá sína skoðun.
Naomi segir að til þess að lifa af í þessum erfiða módelbransa þá þurfir þú að vera fjölhæf, ef þú ert ekki tilbúin til að leggja eitthvað á þig eða þorir jafnvel ekki að láta taka myndir af þér fáklæddri þá séu mörg hundruð stúlkur sem séu tilbúnar að gera það.
Það sé þó alls ekki nóg að hafa bara útlitið með sér, þú þarft að geta talað rétt og þegar þú ert farin að líta út eins og einhver ljóska í viðtölum þá minnkar trúverðugleikinn og hönnuðir vilja síður ráða þig í vinnu, að geta komið vel fram sé ansi stór hluti af bransanum.
Naomi segir einnig að þú þurfir að hafa ástríðu fyrir því sem þú ert að gera og hafa gaman af því að vinna sem fyrirsæta, það er ekkert leiðinlegra en að vinna með fyrirsætu sem hefur ekki ástríðu fyrir starfi sínu.
Fyrirsætan fagra hefur gengið á tískupöllunum fyrir frægustu hönnuði heims og er enn eftirsóknarverð sem þykir gott í módelbransanum miðað við aldur og fyrri störf.
Naomi hefur verið í bransanum í heil 28 ár og veit því alveg hvað hún er að segja! Hún hefur líka hjálpað mörgum ungum fyrirsætum að stíga sín fyrstu skref. Flott kona!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig