Langar þig að verða virkari í eigin lífi? Hafa betri stjórn? Eiga auðveldara með að setja þér markmið og ná þeim?
Þegar þú vilt jákvæðar breytingar í líf þitt þá er mikilvægasta úrræðið innra með þér. Aflið felst í eiginn mætti, tilfinningum þínum, því hvernig þú hugsar um sjálfa þig, lífið og tilveruna. Aðeins þér sjálfri er kunnugt um hvað þú vilt í raun og veru og þú berð sjálf mjög mikla ábyrgð á lífshamingju þinni og velferð.
Helgina 28. – 30. sept. 2012 gefst þér gullið tækifæri til að vinna markvisst, meðvitað, af festu og framsýni að meiri vellíðan, innri gleði og auðlegð í nútíð og framtíð á spennandi helgarnámskeið sem ég, Jóna Björg Sætran, held ásamt stöllu minni, Ragnhildi Sigurðardóttur. Námskeiðið köllum við STYRKTU ÞIG TIL VIRKNI.
Þetta er þitt líf, þess vegna ættir þú að gefa þér tíma til að byggja þær brýr sem þú þarft til að komast leiðar þinnar. Aðeins þú veist hvað þú vilt. Ef þú lætur aðra um að leggja framtíðarbrautina fyrir þig þá er hætt við að þar inn læðist markmið – hliðarspor og stoppustöðvar sem þú ætlaðir þér alls ekki að slæðast inn á.
Á námskeiðinu Styrktu þig til virkni! er unnið er með ótal marga þætti sem snúa að því að þú kynnist sjálfri þér betur, þú skyggnist inn á við til að skilja betur hvar þú ert stödd í dag, hvernig þér líður, hvaða þætti í lífi þínu þú ert sátt við og hvaða þáttum þú vilt vinna að því að bæta.
Langvarandi áreiti leiðir oft til aukinnar líkamlegrar og andlegrar þreytu, kvíða, félagslegrar einangrunar og jafnvel félagsfælni eða þunglyndis. Við aukið innsæi í eigin aðstæður verður auðveldara að takast á við að vinna að bættri sjálfsmynd og auknu sjálfstrausti.
Við Ragnhildur, eða Gagga eins og hún er kölluð, höfum mikla reynslu í að vinna náið með einstaklingum og hópum fólks, fólki sem vill ná betri tökum á tilverunni. Auk þess að hafa góða reynslu á þessu sviði þá erum við báðar með mikla menntun og sérþekkingu að baki sem veitir okkur góða innsýn í marga þætti sem nýta má til aukins skilnings á aðstæðum og hvað má gera til að bæta sjálfsmynd, sjálfstraust og vellíðan sem skiptir miklu máli þegar aðstæður þínar breytast og nauðsynlegt reynist að leita nýrra leiða til virkni.
Styrktu þig til virkni! Helgarnámskeið fyrir þig í Reykjavík fös. kl. 18 – 21, lau. kl. 10 – 16 og sun. kl. 10 – 16. Verð kr. 46.800. Nánari upplýsingar og skráning í s. 899 4023 og á jona@namstaekni.is
Einnig á Facebook: Styrktu þig til virkni!
Jóna Björg Sætran M.Ed., HAM (Hugræn atferlismeðferð), ACC Coach, Feng Shui ráðgjafi , mentor og lífsstíls-umbreytinga leiðbeinandi.
Ragnhildur Sigurðardóttir, Gagga: NLP Master Coach, Cand Mag í íþróttafræðum, HAM (Hugræn atferlismeðferð), yogakennari og nuddmeistari.
Jóna Björg er menntunarfræðingur, M.Ed., frá KHÍ, er með alþjóðlega vottun sem ACC markþjálfi frá ICF (International Coach Federation) og er einnig Feng Shui ráðgjafi.
Í vetur hefur Jóna Björg svo lagt stund á Hugræna atferlismeðferð (HAM) í Endurmenntun HÍ. Jóna Björg starfar sjálfstætt við einkaleiðsögn, námskeiðahald, ritstörf, fyrirlestra og ráðgjöf jafnt hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Hún var leiðbeinandi hjá Brian Tracy International hér á landi og er fyrrverandi námstjóri hjá menntamálaráðuneytinu.
Jóna Björg fer ótroðnar slóðir, elskar að takast á við krefjandi verkefni og finnst langmest gefandi að vinna með fólki að bættri líðan, meiri hamingju og hugrró.
Einkunnarorð hennar eru: Blómstraðu í einkalífi og starfi, njóttu þess að vera þú!