Linda Pétursdóttir næringarráðgjafi hefur verið búsett í bandaríkjunum s.l 16 ár en þar vinnur hún með og leiðbeinir fólki í átt að betri heilsu. Hún er stödd hér á landi yfir helgina til að halda fyrirlestur og matreiðslunámskeið á vegum Maður Lifandi.
Linda hjálpar fólki við að ná jafnvægi í lífinu bæði á sál og líkama.
Í gærkvöldi skrapp ég á fyrirlesturinn “Sykurfíknin söltuð” en þarð spurði Linda: Hvers vegna er ég sjúk í sykur og hvað er til ráða?
Sykurfyrirlestur Lindu var vel sóttur og fékk mig til að opna augu og huga. Dæmi um skammtímaáhrif sykurneyslu er fíkn í enn meiri sykur en langtímaáhrif eru t.d. sykursýki 2, þrálátar sveppasýkingar, ónæmiskerfið raskast og of mikil sykurneysla getur einnig valdið höfuðverkjum og mígreni.
Hvernig hægt er að slá á gos og sælgætisfíknina á heilnæman og auðveldan hátt? Að sögn Lindu er besta leiðin til að slá á sykurþörfina að hægja á ferðinni og leita uppi það sæta í lífinu án þess það hafi nokkuð með mat að gera.
Eftir fyrirlestur Lindu í gær er ég núna orðin ansi spennt fyrir matreiðslunámskeiðunum.
í kvöld frá kl 17:30 – 20:30 verður Linda með matreiðslunámskeiðið: Heilnæmt, grænt og gómsætt -sem er eitt mest sótta matreiðslunámskeið Lindu í Bandaríkjunum og á laugardaginn verður Linda með súpunámskeið en þá kennir hún hvernig á að matreiða matarmiklar súpur en súpur eru spennandi matur sem hægt er að elda í góðu magni, geyma restina í frysti og hita svo upp þegar tíminn hleypur frá manni!
Verð á bæði námskeiðin er 6.500 en þú færð frekari upplýsingar í síma 585-8703.
Hér má lesa grein um Lindu sem birtist í Washington Post.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.