Fyrir alla sem eiga iPhone og iPad og langar til að læra meira á þessi kemmtilegu tæki þá er hér námskeið sem þú mátt alls ekki missa af, því að vissu leyti má líta á iPhone og iPad sem Polaroid myndavélar nútímans.
Munurinn er þó auðvitað tæknibyltingin sem orðið hefur síðan, auk þess sem það kostar ekkert að taka myndir á iPhone eða iPad -og það er hægt að grípa til þeirra hvenær sem “kodak mómentið” kemur.
Nú er hægt að fá ótal „apps“, oftast ókeypis eða á innan við 250 krónur, þó nokkur séu aðeins dýrari. Þannig má nýta þessi handhægu tæki til að flokka, vinna, laga eða skapa listaverk hvar og hvenær sem er. Það er einmitt þessi tækni sem Harry Sandler ætlar að gefa okkur greinagóða innsýn í á námskeiði sínu á laugardaginn kemur og eftir það geta þátttakendur farið að leika sér að ljósmyndalistinni í iPhone og eða iPad
Harry Sandler er með námskeiðið FocusOnNature sérhæfir sig í kennslu stafrænnar ljósmyndunar og ljósmyndavinnslu í hæsta gæðaflokki.
Harry þessi hefur verið tónleikaskipuleggjandi fyrir fjölmarga tónlistarmenn í gegnum tíðina. Á sínum tíma var það Harry sem kom á framfæri t.d. Buddy Miles, The Greatful Dead og Fleetwood Mac í San Francisco. Síðar vann Harry sem skipuleggjandi fyrir Bruce Springsteen um árabil, Billy Joel, Stevie Nicks úr Fleetwood Mac, Joan Jett og fyrum Eagles meðliminn Don Henley.
Fleiri þekkt nöfn sem Harry hefur unnið með sem skipuleggjandi eru Barbara Steisand, Jewell og Christina Aguilera og svo má ekki gleyma sjálfum Bob Dylan. Nú eru það sonur og dóttir Harry sem sjá um þennan bransa en Harry hefur aftur snúið sér að ljósmyndun enda mikill áhugamaður á því sviði alveg frá því að faðir hans gaf honum Polaroid myndavél þegar hann var 8 ára.
Dagskrá
- 09:00 Kynning
- 09:15 Umræður um notkun og uppsetningu síman. Farið verður í skipulag í möppur, forrita, upplausn og notkun á myndavélinni.
- 11:15 Hlé
- 11:30 Sýnikennsla á forritun
- 12:30 Hádegishlé
- 13:30 Umræður um forritin og hvernig þau virka
- 14:45 Hlé
- 15:00 Framhald um forritin og virkni þeirra
- 16:30 Hlé
- 16:45 Þáttakendur vinna með símana sína -einstaklingsaðstoð
- 17:45 Lokaspurningar og umræður
Tilvalið námskeið fyrir alla sem eiga iPhone og iPad og hafa áhuga á að fá sem mest út úr iPhone og iPad. FocusOnNature hefur staðið fyrir fjölda námskeiða og fyrirlestra hér á landi fyrir bæði íslenska og erlenda þáttakendur, atvinnumenn jafnt sem áhugamenn.
Námskeiðsgjald er 11.800 og námskeiðið fer fram á Grand Hótel Reykjavík, laugardaginn 23. júlí kl 09-18
Skráðu þig á námskeiðið hjá: skraning@focusonnature.is
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.