Flestar konur sem hafa vanið sig á að fara reglulega í handsnyrtingu, nota gel á neglurnar eða lengingar, kannast við að eiga stundum erfitt með að taka tvær klukkustundir í lagfæringuna.
Við erum flestar svo uppteknar og margt annað við tímann að gera en að sitja og spjalla við naglafræðinginn meðan hægt er að sinna áhugamálum, ástinni eða börnum.
Helga Sæunn hjá Naglaskóla Finailly leggur sérstaka áherslu á að kenna nemendum sínum að gera ótrúlega flottar neglur á aðeins einni klukkustund.
Námskeið í skólanum tekur átta vikur (sem hægt er að klára á lengri tíma). Að námi loknu getur sú sem sótti námið byrjað að starfa sjálfstætt en óhætt er að segja að nám hjá Helgu ætti að gulltryggja það að viðkomandi geri fallegar ásettar neglur.
Sjálf hefur Helga starfað við neglur í fimmtán ár og er meðal þeirra bestu í bransanum. Ef hægt væri að taka doktorspróf í greininni þá er hún sannarlega með það. Það er alltaf tekið eftir nöglunum frá Helgu Sæunni enda einstaklega fallegar og eðlilegar.
Helga kennir fag sitt meðal annars þannig að þegar eigin neglur byrja að vaxa fram myndast enginn skil á milli eigin naglar og ásettrar og því er oft erfitt að sjá hvort um gervineglur er að ræða.
Nám í Naglaskóla Helgu Sæunnar í Hafnarfirði kostar að jafnaði 190.000 en í febrúar er sérstakt tilboð á 159.000. Innifalið í námsverðinu eru tæki og tól til að gera fallegar neglur og hægt er að skipta greiðslum niður í allt að 24 mánuði 😉
Naglaskóli Helgu Sæunnar er skemmtilegur valkostur í flórunni og þekking sem margar stelpur hefðu eflaust gagn og gaman af að bæta við sig.
Smelltu HÉR til að kíkja á heimasíðu Naglaskóla Helgu Sæunnar og HÉR til að skoða Facebook síðuna.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.