Tímaritið Plus Model Magazine hefur vakið upp sterk viðbrögð hjá bæði almenningi og forsprökkum tískubransans með ádeilu í formi áhugaverðra ljósmynda.
Á ljósmyndunum má sjá m.a. sjá ‘yfirstærða’ fyrirsætuna Katya Zharkova (28 ára), halda um aðra fyrirsætu sem ku passa inn í staðalmynd af ‘venjulegri’ fyrirsætu.
Við myndina er texti sem alhæfir að flestar fyrirsætur á hefðbundnum sýningum mæti viðmiðum um lystarstol samkvæmt hefðbundum BMI staðli.
Með þessu vill tímaritið hvetja konur sem ekki eru fyrir neðan kjörþyngdarmörkin til að pressa á markaðinn að mæta þörfum þeirra fyrir mátulegan fatnað með skilvirkari hætti og hætta að tefla fram fyrirmyndum sem eru grannari en flestar nútímakonur á vesturlöndum.
Katya Zarkova er sjálf í stærð 12. Önnur mynd af henni sýnir hana standa með málband við rassinn á sér. Þar stendur: „Fyrir tuttugu árum var meðal fyrirsætan um 8% léttari en flestar aðrar konur. Nú er hún 23% léttari.“
Í annari auglýsingu stendur: „Fyrir tíu árum voru fyrirsætur í yfirstærð í stærðum frá 12-18. Í dag eru þær í stærðum frá 6-14 og neytendur verða stöðugt ósáttari“.
Að lokum er bent á að 50% allra kvenna séu í stærðum 14 og upp úr meðan flestir útsölustaðir bjóði aðeins upp á fatnað í stærðum undir 14.
Ritstjóri blaðsins segir myndaþáttinn vera áskorun en jafnframt ádeilu á tísku og megrunarbransann. Hún segir að á hverjum degi dynji á okkur margskonar megrunaráróður. Hinsvegar væru ekki allir eins skapaðir og að það að vera grönn væri ekki endilega það sama og að vera heilbrigð.
Hún bendir jafnframt á fáránleika þess að reyna að selja stórum konum föt með því að nota litlar, mjög grannar fyrirsætur og furðar sig á því að það sé hægt að reikna með viðbrögðum.
Lesendur blaðsins eru þó ekki allir á eitt sáttir með myndaþáttinn. Sumir benda á að það sé jafn hættulegt að stilla stórum líkama upp sem ‘fyrirmynd’ eins og að hygla þeim sem er grannur.
Einn lesandinn segir „Ef þessi myndaþáttur á að hvetja okkur til að sættast við líkamann okkar eins og hann er þá gott og vel en það segir mér enginn að það sé hægt að vera í ofþyngd og heilbrigð á sama tíma. Við erum komin með brenglað mat á því hvað er heilbrigt og enn brenglaðari skoðanir á því hvað fólk má segja um þessi mál.“
Að lokum segir ein „Við konur höfum verið heilaþvegnar á því að karlmenn líti ekki við okkur nema við sveltum okkur. Við þurfum fleiri tegundir af kvenlíkömum í fjölmiðla. Við þurfum á fjölbreytninni að halda.“
heimild: Daily Mail

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.