Við Pjattrófur höfum fjallað svolítið um svokallaðar gervineglur hér á bloggsíðunni.
Fyrir skemmstu fór ég á Snyrtistofuna á Garðatorgi og fékk ásettar neglur hjá henni Ernu. Svo uxu mínar eigin neglur undir hunangsnöglunum og þegar hunangshulan féll af þá var ég, sem aldrei hef getað haldið þetta út, born again með langar neglur… mínar eigin! En frábært!
Síðan tók við heilmikill lærdómur um viðhald nagla og umhirðu og ég stóð mig svaka vel þar til ein brotnaði…og svo önnur (var samt fín í nokkra mánuði) og þá gat ég ekki á mér setið og fór aftur í neglur, en í þetta sinn til Stellu sem er guðmóðir hunangsnaglanna.
Stella er með stofu í Hlíðarsmára 2 en henni deilir hún með Marinu Olson, snyrtifræðingi sem Díana þekkir og segir betur frá í færslu sem verður birt síðar.
Allar erum við sammála um að það er óskaplega gaman að hafa vel snyrtar og fallegar neglur, enda gefur það þér þannig tilfinningu að þú sért mikið meiri dama en ella. Hér eru t.d. hugleiðingar Gigi um gildi þess að hafa fallega snyrtar neglur.
Fallegar hendur og neglur eru prýði hverrar konu. Ég heyrði því meira að segja fleygt um daginn að það mæti dæma konuna af því hvernig hún hugsar um hendurnar á sér. Þannig grunar mig að margir karlmenn horfi á hendur kvenna og hugsi sitthvað, ef til vill svipað og er við horfum á skóna þeirra til að dæma þá og flokka.
Einmitt þess vegna ákvað ég að prófa nú að fá mér hunangsgelneglur til að fegra ásjónu handa minna. Notabene þá er ég með ágætar neglur og þetta var algert pjatt að prófa svona fínheit auk þess sem ég hef alltaf verið hálfsmeyk við svona lagað. Ég brá mér þó til Jöru í www.heilsusmidjan.is og hún setti á mig náttúrulegar hunangsgelneglur. Og vá þetta kemur þvílíkt flott út! Ég fékk french manicure og mér finnst hendurnar á mér mun kvenlegri á eftir.
Það sem mér finnst fallegast er að þessar hunangsneglur eru langar og því virðast fingurnir mikið lengri og glæsilegri. Og hver vill það ekki? Mér finnst þetta að minnsta kosti algert æði!! Það besta er að svona hunangsneglur skaða ekki mínar neglur, þvert á móti geta þær hjálpað þeim að vaxa og styrkt þær. Svo er þetta líka mjög eðlilegt, mér finnst þetta að minnsta kosti flott náttúrlegt útlit sem hentar mér mjög vel.
Já. Þetta sagði Gigi og til að vita enn meira um þetta allt saman tók ég viðtal við guðmóður hunangsnaglanna hana Stellu Sigurbjörns um leið og hún gelaði mig til:
Stella. Hvernig og hvers vegna byrjaðir þú á þessu?
“Ég lærði neglurnar fyrst fyrir 15 árum. Lærði þá á akrýl og silki neglur en svo kynntist ég bio sculpture gelinu fyrir 13 árum og hef ekki notað annað síðan. Fékk umboðið fyrir 8 árum og fer reglulega út á námskeið til að halda mér við í þessu.”
Hvað er þetta?
“Bio Sculpture gelið er framleitt í Suður Afríku og unnið úrnáttúrulegu efni. Bio Sculpture neglurnar eru þannig þunnar, mjög sterkar, eðlilegar og sveigjanlegar og þetta endist mjög vel ásamt því að eigin neglur koma mjög vel undan gelinu. Og ef þig langar ekki að hafa það á þér lengur þá er hægt að leysa gelið af með acentoni.”
Hvað er í boði?
“Það er hægt er að fá glært gel, hvítt til að nota við French Manicure og litað gel er líka fáanlegt. Það sem er líka mikill kostur er að það er ekkert pússað þegar unnið er með þessar neglur. Svo er hægt er að setja gelið á eigin neglur til þess að fá þær sterkari. Einnig er hægt að fá lengingu með geli, þá er sett form undir eigin neglur og búin til nögl úr gelinu sem er mjög sterkt og endingagott,” segir Stella.
Sjálf get ég vottað um að Stella er rosa góð í þessu og neglurnar eru bæði fallegar og heilar. Þær brotnuðu svo sannarlega ekki heldur hafa þær haldist fallegar mjög lengi. Núna hafa þær vaxið fram og tilraun mín nr.2 sem sjálfstæð nagladama með natural tekur við.
Ásamt því að vera guðmóðir hunangsnaglanna rekur Stella skóla í faginu. Hún tekur mest tvo nema í einu og sinnir þeim vel. Skólinn stendur í 12 vikur og að náminu loknu getur þú farið að vinna við þetta ef þér líst svo á. Ef þú hefur alltaf verið þessi með stuttu, lélegu neglurnar þá mæli ég með því að þú prófir að dekra þig aðeins og mátir svona neglur. Þú getur fengið þær t.d. í Heilsusmiðjunni, hjá Stellu í Sculpture og á Snyrtistofunni Garðatorgi hjá henni Ernu. Örugglega æði fyrir jólin og áramótin.
Snyrti -og Naglastofan Sculpture er með TILBOÐ á Lengingu með frence á 6900 og svo gel á eigin neglur með French Manicure á 5900 -gildir til 14 .desember…
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.