Hefur þig dreymt um naglalakk sem er mitt á milli þess að vera lakk og ásetning sem endist lengur en tvo daga?
Þá skaltu líka kynna þér það nýjasta frá Alessandro, Striplac, en það gerði ég einmitt í gær.
Striplac er ekki bara lakk heldur heill pakki sem þú kaupir en notar svo aftur og aftur. Í raun ertu þá komin með þína eigin faglegu naglastofu heim til þín. Lampa og alles.
Aðferðin er síðan sáraeinföld. Þú byrjar á að undirbúa og pússa neglurnar þínar með þartilgerði naglaþjöl en skref 1-4 eru sýnd á þjölinni, naglabandapinni er einnig notaður til að þrýsta naglaböndunum niður. Þegar þessu er lokið strýkur þú yfir nöglina með hreinsipúðum sem eru í pakkanum.
Í Striplac pakkanum er einnig Twin Coat en það berðu á neglurnar bæði fyrir og eftir að lakkið hefur verið borið á neglurnar. Twin Coat er sett fyrst á neglurnar, síðan eru neglurnar settar inn í þartilgerðan LED lampa sem er sérhannaður fyrir þetta lakk. Þar er lakkið látið þorna í 60 sekúndur (jafnvel lengur ef þú ert lengi að lakka) og síðan er höndin tekin út.
Lakkið er borið á neglurnar en það fylgir eitt lakk með í pakkanum sem heitir Classic Red. Það sama er gert við lakkið og Twin Coat, það er borið á og látið þorna í lampanum í 60+ sekúndur. Til að fá litinn dýpri er gott að lakka neglurnar tvær eða þrjár umferðir.
Eftir að lakkið hefur fengið sinn tíma í lampanum er Twin Coat borið aftur yfir lakkið. Twin Coat má semsagt nota bæði sem undir og yfirlakk sem sparar aurinn og því þarf aðeins að fjárfesta í einu lakki.
Þegar þessu er lokið er farið aftur yfir neglurnar með hreinsipúðunum en það getur verið smá klístur eftir á nöglunum sem gott er að taka af með hreinsipúðunum. Eftir að þessu ferli er lokið ertu orðin klár og getur gert hvað sem er án þess að bíða í langan tíma eftir því að lakkið þornar.
Persónulega er ég mjööög hrifin. Helsti kosturinn við þetta lakk er hversu auðvelt er að ná því af nöglunum sjálfum en það er ástæða fyrir því að þetta heitir Striplac en þú “strippar” því hreinlega af nöglunum þínum eða flettir því af með því að kroppa í hornið á nöglinni. Einfalt, fljótlegt og þægilegt.
Endingin á lakkinu er 10-14 dagar en ending er auðvitað misjöfn eftir hverri og einni því við erum með misfeitar neglur ásamt því að vinna mismunandi störf sem hafa áhrif á endinguna.
Naglapakkinn kostar um 17 þúsund krónur, hvert lakk dugar í sirka 30 lakkanir og Twin Coat í um 15-20 skipti.
Striplac pakkinn fæst meðal annars í Hagkaup, á snyrtistofum og í öllum helstu snyrtivöruverslunum landsins og ættu konur í öllum landshlutum að finna þennan pakka nálægt sér en hér að neðan er myndband sem sýnir hvernig lakkið er borið á og tekið af. Spennandi!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=uDDxPCGUrj0[/youtube]
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig