Þegar veður er kalt og þurrt eins og núna vill húðin á okkur oft verða þurr og þreytt…
…og til að viðhalda góðum raka í húðinni í þessari tíð er nauðsynlegt að bera á sig maska.
Síðustu vikur hef ég notað sérstakan næturmaska frá Elizabeth Arden og get með sanni sagt að hann virkar dásamlega!
Húðin mín var mjög þurr og leiðinleg, miklir þurrkublettir í kinnum og hálf svona líflaus. Svo ég ákvað að prófa næturmaskann, nota hann einu sinni í viku og sjá hvort það yrði ekki einhver breyting.
Það er algjörlega óhætt að segja að áhrifin létu ekki á sér standa. Húðin varð strax mýkri og ljómaði. Áhrifin komu í ljós strax eftir fyrsta skiptið sem ég notaði maskann.
Næturmaskinn frá Elizabeth Arden hentar best þurri húð þó hann eigi líka mjög vel við húð sem þarf að ná jafnvægi í rakamyndun (blönduð húð). Maskinn kemur í túpu, þannig að auðvelt er að nota hann en varan er mjög drjúg og endist og endist (sem er ekki slæmt).
Húðin vinnur best á nóttunni þegar við erum í slökun svo það er gott að bera maskann á hreina húðina rétt áður en farið er að sofa. Maskinn er látinn bíða í 5-10 mínútur og þá strokinn af með mjúkum klút og svo notarðu næturkrem en þegar mjög kalt er í veðri eins og síðustu daga er gott að láta maskann bara bíða yfir nóttina. Húðin verður samstundis mýkri og sýnir fallegan ljóma.
Mæli algjörlega með þessum frábæra næturmaska, enda fátt jafn dásamlegt og að tríta sig með smá dekri heima fyrir og njóta þess að finna muninn á húðinni. Hin fullkomna slökunarstund er að skella sér í heitt bað með maskann á andlitinu, láta erfiði dagsins líða úr sér og slaka algjörlega á.
Ekki verra að hafa kveikt á nokkrum kertum til að fullkomna stundina, njótið vel!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.