Sexí silki frá Royal Extreme: Snillingurinn Una Kristjánsdóttir hefur slegið í gegn bæði innanlands og utan með hönnun sinni undir merkinu Royal Extreme sem fyrst komst almennilega á tískukortið á RFF í fyrra.
Una er nú með glæsilega verslun á Bergstaðastrætinu í miðbænum þar sem unnt er að festa kaup á þessum dýrindis flíkum.
Nýtt af nálinni frá Royal Extreme eru gullfalleg silkinærföt sem koma í verslunina í næstu viku. Um er að ræða silkitopp með silkiþráðum úr japönsku silki og sexí nærbuxur með silkiþráðum aftan á. Hægt er að fá nærfötin bæði í Royal rauðum og svörtu en þess má geta að Una hyggst hanna fleiri nærföt fyrir línuna sína sem væntanleg eru á markaðinn með vorinu.
Nú er um að gera að blikka kærastann fyrir ástardaginn þann 14 febrúar og klæða sig upp fyrir svefnherbergið!

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.