Nacho Polo hannaði þetta heimili á Miami en á þessari íbúð sést afar vel hversu mikið Nacho Polo elskar innanhúshönnun…
Íbúðin er frá því um 1900. Listarnir í loftinu, gluggar og dyr fá að njóta sín og það gefur íbúðinni afar ferskan blæ.
Stíllinn er hafður einfaldur, húsgögnin eru smekklega valin og eru bland frá klassískri hönnun og nútíma. Má þar nefna húsgagnahönnuðina Maarten Baas (Smoke chair -svarti sólinn í stofunni, smoke ljósið á baðherberginu), Eero Aarnio (boltastóllinn í stofunni) og Bertjan Pot (carbon stóllinn hannaður af Bertjan Pot & Marcel Wanders).
Húsgöginin eru afar vel valin og passa fullkomlega í hvert herbergi fyrir sig. Svo veit ég ekki með ykkur en mig langar að mála allt krítarhvítt heima hjá mér núna.. svona fyrir sumarið!
myndir: Andrea Savini
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.