MYNDLIST: Tæki og kerfi sem flokka fólk eftir samfélagsstöðu

MYNDLIST: Tæki og kerfi sem flokka fólk eftir samfélagsstöðu

berglindjona
Berglind Jóna verður með áhugaverða sýningu sem opnar í D sal Hafnarhússins næsta fimmtudag, 3. mars 2016.

“Það er áhugavert að hægt sé að kaupa stéttaskiptingu úr partalista. Maður fær að velja lögun og lit og hún lagar sig að því rými sem valið er”

Í þessu spekúlerar Berglind Jóna Hlynsdóttir myndlistarkona en hún spyr gjarnan spurninga sem snúa að almenningsrýmum í tengslum við stéttaskiptingu og þjóðfélagshópa. Flokkanir svokallaðar.

Í verkinu Class Divider, sem opnar í D-sal Hafnarhússins fimmtudaginn 3. mars, fjallar Berglind m.a. um visst fyrirbæri sem er hannað í þeim tilgangi að aðgreina flugfarþega.

„Gardínan, stéttskiptingurinn í flugrýminu, er létt og lipur hana má færa nokkrar sætaraðir fram og aftur, hana má auðveldlega fjarlægja, hún er áminning um að öll manngerð mörk eru mótuð og sett,“ segir Berglind Jóna um þessa pælingu.

Byrjaði sem ljósmyndari en fór svo yfir í myndlistina

Berglind Jóna
Berglind Jóna hefur áhuga á almenningsrýmum og afstöðu okkar til þeirra.

Berglind Jóna hóf feril sinn sem ljósmyndari en lauk BA gráðu frá Listaháskóla Íslands 2006 og MA
gráðu frá Valand School of Fine Arts í Svíþjóð árið 2010, hún hefur síðan starfað sem myndlistamaður
á Íslandi, í Svíþjóð og í Brasilíu þar sem hún hefur unnið að stórum verkefnum í almenningsrýmum og tekið þátt í
ótal alþjóðlegum samsýningum og samstarfsverkefnum. Sýningin sem opnar á fimmtudag verður fyrsta einkasýning hennar í opinberu safni.

Sýningaröðin í D-sal hófst árið 2007 með það að markmiði að gefa efnilegum listamönnum tækifæri til að
vinna í Listasafni Reykjavíkur og beina athygli að nýjum og áhugaverðum hræringum innan listheimsins.

Berglind tekur einnig þátt í samsýningunni Double-Bind í Nýlistasafninu sem verður opnuð laugardaginn 5. mars. Frekari upplýsingar um þá sýningu má finna hér.

Í D-sal eru að jafnaði sýnd verk eftir listamenn sem ekki hafa áður haldið einkasýningar í stærri söfnum landsins og því mikilvægt fyrir áhugasama um myndlistarflóru landans að fylgjast vel með því sem sett er upp í þessum góða sal.

 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest