Hvað segir þú um að fá þér ljúffengan kokteil, skoða myndlist og tísku og hlusta á skemmtilega tónlist milli kl þrjú og fimm í dag? Hljómar vel ekki satt?
Það verður mikið um dýrðir hjá Elínrósu Líndal í dag en Gallery Bakarí mun setja upp einstaka listaverkasýningu á skrifstofu hennar þar sem Ásdís Spanó verður með einkasýningu. Í hvelfingu hússins er myndlistarsýning og hinn dularfulli Hlynur býður upp á Ketel one Hemingway kokteil á bar Hemingway í ELLU þennan dag.
DJ Yamaho pjattvinkona heldur uppi stuðinu en Hemingway kokteillinn er af því góða tilefni að öll fötin í nýju línunni heita eftir persónum úr sögum bandaríska skáldsins og kvennabósans Ernest Hemingway.
KETEL ONE HEMINGWAY kokteill
5cl x Ketel One vodka
1cl x Kirsuberjalíkjör 700ml
3cl x Grape safi
6cl x Lime safi (ferskur – nýkreist lime)
6cl x Sykur sýróp (sykur soðinn í vatni)
Settu grapesafa, lime og sykursíróp í kokteilhristara og hristu vel saman með klaka. Bættu svo út í kirsuberjalíkjör og vodka og hristu vel aftur. Helltu í fallegt glas, toppaðu aftur með smá klaka og njóttu!
Ketel One er nýr „super premium“ vodka á markaðnum. Hann er eimaður í kopar við bestu skilyrði; tær, ferskur og líflegur í munni og blandast sérlega vel í kokteila, þá sérstaklega Hemingway kokteilinn.
Það verður gaman að smakka þennan og njóta lífsins á menningarnótt innan um endalaust bjútí!
Smelltu HÉR til að skoða viðburðinn á Facebook.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.