Nú líður senn að lokum sýningar á málverkum J.B.K Ransu í sýningarrými Listamanna á Skúlagötu 32-34, en á morgun er allra síðasti séns.
Flestir ættu að kannast við Ransu, hann hefur löngum getið sér gott orð í listasenu landsins sem einn af okkar fremri málurum.
Hann er ekki eingöngu myndlistarmaður heldur hefur hann einnig fengist við menningarskrif bæði hjá Morgunblaðinu en einnig hefur hann gefið út bókina Málverkið sem slapp út úr rammanum og hvet ég alla þá sem áhugasamir eru um málverkið til þess að næla sér í eintak.
Ragnhildur Jóhanns myndlistarmaður býr og starfar í Reykjavík. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima sem og erlendis síðan hún útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2010. Hún hefur komið að hinum ýmsu verkefnum tengdum listum svo sem sýningarstjórn og útgáfu bókverka auk þess sem hún situr í ritstjórn tímaritsins Endemi og sér um rekstur síðunnar VisualReykjavík.com sem fjallar um myndlistarlíf höfuðborgarsvæðisins.