Á listasafni Así, sem stendur við Freyjugötu í Reykjavík má nú sjá sýninguna Sniffer eftir listamennina Siggu Björg Sigurðardóttur og Erica Eyres.
Hver er Sniffer? Hvaðan kemur hann? Og hvað er hann búinn að gera við þetta hús?”
“Sniffer er fæddur í júní og því dæmigerður tvíburi. Ungur var hann yfirgefinn af foreldrum sínum og eyddi æskuárunum einsamall á götunni í stefnulausri leit að næringu og ást. Sniffer er klofinn persónuleiki (algengur kvilli hjá fólki í tvíburamerkinu) sem veldur honum ómældum erfiðleikum og sársauka í þegar hann reynir að fullnægja þörfinni fyrir að tilheyra…
Sigga Björg er orðin þekkt fyrir drungalegar teikningar sínar og á sýningunni má sjá nýjar teikningar eftir hana, ýmist teiknaðar á pappír eða beint á vegginn og í sumum tilfellum liggja teikningarnar sem þrívíðir skúlptúrar á gólfinu.
Svo vill til að verk eftir Siggu Björg má einnig finna í glugga galleríi á Hverfisgötunni, nánar hér: Wind and Weather Window Gallery
Erica Eyres sýnir raunsæjar teikningar af afar skemmtilegum fyrirsætum með hressar hárgreiðslur en hún sýnir einnig skúlptúra og innsetningu. Niðri í gryfju sýningarstaðarins má svo finna video verk eftir myndlistarmennina.
Sýningin Sniffer er vel heimsóknarinnar virði en hún stendur til 7. september og er opin 13-17 alla daga nema mánudaga. Smelltu til að stækka myndirnar.
Ragnhildur Jóhanns myndlistarmaður býr og starfar í Reykjavík. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima sem og erlendis síðan hún útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2010. Hún hefur komið að hinum ýmsu verkefnum tengdum listum svo sem sýningarstjórn og útgáfu bókverka auk þess sem hún situr í ritstjórn tímaritsins Endemi og sér um rekstur síðunnar VisualReykjavík.com sem fjallar um myndlistarlíf höfuðborgarsvæðisins.