Nýverið opnaði myndlistarmaðurinn Eva Ísleifsdóttir sýninguna Hálfur listamaður í sýningarsal Samband íslenskra listamanna í Hafnarstræti. Þar gefur að líta málverk.
Um sýninguna segir Eva:
Yfirborð strigans er ekki heilt en rammarnir líta út fyrir að vera brotnir og getur þú einungis séð hálfa manneskju; hálfan listamann.
Verkin eru svo vel þekkt úr listasögunni að þau breytast í tákn, táknmyndir fyrir það sem þessir listamenn standa fyrir. Listamaðurinn velur hvernig hann birtir sig í sjálfsmynd sinni. Augun eru öll að horfa fram. Á þig sem áhorfandi sjálfsmyndarinnar.
Hugmyndirnar sem ég kalla fram í þessari sýningu liggja í andstæðunum. Togstreitu við að gangast undir ábyrgð listamannsins gagnvart samfélagi sínu, útskýringar og ástæður hans fyrir tilvist sinni og tilvist verka sinna og öfgum hans í að reyna útskýra þær
Sjálfsmyndirnar eru eftir, Pablo Picasson 1907, Albrect Durer 1500, Frida Kahlo, Vincent van Gogh 1889, Louisa Matthíasdóttir 1990 og Rembrand 1643.
Myndirnar eru valdnar á veraldarvefnum. Þetta eru myndir sem komu upp í hugan á mér þegar ég hugsa um heimsþekkta listamenn , myndir sem maður ólst upp með í huganum.
Aðferðin sem ég nota við gerð þessara verka er hefðbundin, þetta eru málverk á striga. Skúlptúrinn er mótaður í gifs og ber titilinn “Prótótípa” en hin verkin bera öll sama titilinn “ Hálfur listamaður” og þá til að skilja þau í sundur hef ég sett nafn listamannsins / bak við titillinn.
Eva Ísleifsdóttir er fædd 1982 í Reykjavík. Eva lauk BA námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2008 og árið 2010 útskrifaðist hún úr Mastersnámi í Skúlptúr frá Edinburgh College of Art í Skotlandi. Eva býr og starfar í Reykjavík.
Ragnhildur Jóhanns myndlistarmaður býr og starfar í Reykjavík. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima sem og erlendis síðan hún útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2010. Hún hefur komið að hinum ýmsu verkefnum tengdum listum svo sem sýningarstjórn og útgáfu bókverka auk þess sem hún situr í ritstjórn tímaritsins Endemi og sér um rekstur síðunnar VisualReykjavík.com sem fjallar um myndlistarlíf höfuðborgarsvæðisins.