Nú um helgina lýkur sýningunni Flatland en það er listamaðurinn Sirra Sigrún Sigurðardóttir sem sýnir í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi.
Titill sýningarinnar vísar til samnefndrar bókar frá 1884 eftir Edwin Abbott þasem er háðsádeila á lagskiptingu samfélagsins og er lýstmeð tungumáli stærð- og rúmfræðinnar.
Á sýningunni tekur Sirra Sigrún upp leiðarstef bókarinnar og tengir við hugleiðingar og vangaveltur um samtímann.
Viðfangsefni verkanna snúa að hugmyndum um upplýsingar í samfélaginu, hvernig þær eru settar fram og notaðar. Birtingamyndir upplýsinga eru margvíslegar og st. Þær má nota sem tæki til að auka þekkingu eða sem kerfi til valdníðslu. Upplýsingar geta þjónað sem aflgjafi breytinga í samfélaginu eða viðhaldið hugmyndinni um óbreytt ástand.
Í list sinni vinnur Sirra Sigrún með líkamlega og sjónræna skynjun áhorfandans þar sem efniviður verka hennar eru gjarnan tölulegar staðreyndir, vísindakenningar eða rannsóknir af ýmsum toga. Hún vinnur með ólíka miðla sem ávalt eru í beinum tengslum við hugðarefni hennar hverju sinni.
Sirra Sigrún Sigurðardóttir (f. 1977) nam myndlist við Listaháskóla Íslands og School of Visual Arts í New York. Hún hefur sýnt víða, bæði hér heima og erlendis, m.a. í Hafnarborg, Listasafni Reykjavíkur og Tate Modern í London. Sirra Sigrún er einn stofnenda og eigenda sýningarstaðarins Kling & Bang í Reykjavík.
Sýningin klárast nú um helgina eins og fyrr sagði og hvet ég því alla til að leggja leið sína í Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús en þar er opið 10-17.
Hér má sjá myndband af verkinu:
Ragnhildur Jóhanns myndlistarmaður býr og starfar í Reykjavík. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima sem og erlendis síðan hún útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2010. Hún hefur komið að hinum ýmsu verkefnum tengdum listum svo sem sýningarstjórn og útgáfu bókverka auk þess sem hún situr í ritstjórn tímaritsins Endemi og sér um rekstur síðunnar VisualReykjavík.com sem fjallar um myndlistarlíf höfuðborgarsvæðisins.