Þriðjudaginn 29. nóvember kl. 17-17.40 heldur Lárus H. List, formaður Myndlistarfélagsins, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Myndlist á Akureyri: Horft um öxl og fram á veginn.
Í fyrirlestrinum fjallar hann um Myndlistarfélagið, fortíð þess og framtíð, hvað hefur áunnist síðan félagið var stofnað og verkefnin sem framundan eru. Einnig mun hann tala um Listagilið í sögulegu samhengi og mikilvægi þess fyrir listalíf Akureyrar. Aðgangur er ókeypis.
Þetta er síðasti Þriðjudagsfyrirlestur ársins en þeir hefjast aftur í lok janúar 2017. Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri og er öllum opin.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.