Mér finnst gaman að fara í göngutúra og mér finnst gaman að taka ljósmyndir. Hvorutveggja endurnærir mig andlega.
Síðustu tíu árin hef ég búið á landamærum Vesturbæjar og Seltjarnarness og farið í ótal göngutúra eftir Ægissíðunni.
Þetta gerði ég á tímabili í öllum veðrum, tvisvar á dag og áhrifin voru dásamleg. Ég fann til dæmis fyrir vorinu um leið og það ákvað að koma nær okkur, ég sá brumið læðast fram á trjánum, fann lyktina.
Maður tengist náttúrunni og sjálfum sér betur ef maður er duglegur að fara út undir beran himinn. Ég mæli svo sannarlega með því. Helst kvölds og morgna og þá sér í lagi ef gengið er með sjó. Það er bæði hreyfing og hugleiðsla í senn. Svo gott fyrir sálina.
Hér er safn mynda sem ég hef tekið á iPhone síma ( 3, 4 og 5) í allskonar veðrum í Vesturbænum. Vetur, sumar, vor og haust. Flestar eru teknar við Ægissíðu og/eða Sörlaskjól
1 – Ský og rigning yfir Bessastöðum.
2. Kona íhugar málin og horfir til Bessastaða
3. Blóðrautt sólarlag.
4. Gróður jarðar og sjávar
5. Sumar!
6. Sekúndu síðar hafði hún sest…
7. Lambhóll á fallegu sumarkvöldi
8. Merkilegt hvað drungi getur myndast vel
9. Rigning og sól á sama tíma… fallegast
10. Sólstafir um sumar
11. Tveir vinir og annar með sixpensara
12. Rigning um vor
13. Haustið heilsar á Aragötu
14. Og veturinn faðmar
15. Himinn og jörð snertast í mjúkri þokuslæðu
16. Og að lokum… eftir úrhellið
Víða til þess vott ég fann
Þó venjist tíðar hinu
Að Guð á margan gimstein þann
sem glóir í mannsorpinu
Bólu Hjálmar
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.