Það er afar fátítt að heimsþekktir erlendir aðilar haldi útgáfuhóf fyrir verk sín á litla Íslandi. En það var hinsvegar uppi á tenignum í Pennanum Eymundsson Austurstræti á laugardaginn s.l.
Tímaritið Monocle kom þar og fagnaði útgáfu bókar sinnar Guide to Cosy Homes. Í föruneytinu voru 11 manns frá Monocle, þ.a.m. ritstjóri blaðsins og bókarinnar fyrrnefndu.
Það var þó kannski engin tilviljun að Penninn Eymundsson varð fyrir valinu, en í október útgáfu Monocle var verslunin valin ein af Topp 20 smásöluverslunum í heiminu. Það er því ljóst að þessi rótgróna bókaverslun heillar þá Monocle-liða.
Monocle er gefið út í 100.000 eintökum og dreift víða um heim. Stofnandi þess og ritstjóri, Tyler Brûlé, er ekki síður þekktur fyrir að hafa stofnað og stýrt Wallpaper um árabil.
Meðfylgjandi eru myndir frá hófinu. Allir glaðir og kátir.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.