Allir hafa sinn smekk en þó finnst mér alltaf mikilvægt að sækja innblástur frá öðru fólki; hönnuðum, umhverfinu og tískustraumum líðandi stundar. Innblástur er nauðsynlegur, að skoða stílinn hjá öðrum, fá innblástur frá fólkinu á götunni.
Persónulegur stíll þýðir að maður skapar sinn eigin stíl út frá sínum persónuleika og lífstíl. Þú gefur hugsun í hverju þú klæðist og hvað klæðir þig. Ef þú ert í vafa hvernig þú ætlar að klæða þig er oft gott að byrja á einni flík sem þig langar að klæðast og byggja svo ‘átfittið’ út frá því.
Fólkið sem er með hvað flottasta stílinn er oft það fólk sem er duglegt að fylgjast með því sem er að gerast og nýtir sér það sem fyrir augun ber til að skapa sinn stíl. Margir blanda saman dýrri merkjavöru og ódýrum hlutum og án þess þó að ofhugsa hlutina. Munum samt að það skiptir mestu að líða vel í fötum sem eru klæðileg á þínum líkama.
Smelltu til að stækka og skoða nokkrar flottar stelpur á götum stórborganna.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.