Fletti í gegnum belgíska Elle og heillaðist af þessum myndum fyrir nóvember 2010. Mér fannst stíllinn alveg eiga við núna margir sestir á skólabekk og skólafílingurinn sést greinilega á öllum myndunum.
Ég er alveg að fíla vintage lúkkið í stíliseringunni, finnst hárhnúturinn skemmtileg tilbreyting við joggingbuxur, hnéháa sokka og ullarpeysur. Fyrirsætan er klædd á þægilegan og látlausan hátt, gleraugnatískan með svartri umgjörð er stíll sem leikkonan Demi moore hefur hrint aftur af stað og varðandi stíl á myndunum er eins og stílistinn hafi byrjað á einni flík og byggt svo restina af fatastílnum út frá því -Auðvelt fyrir blanka námsmenn að leita sér eftir hugmyndum með því að kíkja í fataskápinn hjá ömmu, mömmu eða frænku og fá lánuð föt.
Fyrirsætan er förðuð með snyrtivörum frá Guerlain (augnskuggabox með 6 augnskuggum, Écrin litur 93). Ljósmyndari: Alain Richard. Stílisti: Anne Rabeux
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.