Amerískir siðir verða æ vinsælli hér á landi en meðal þeirra er að halda svokallað Babyshower skömmu áður en barn kemur í heiminn.
Þá safnast vinkonur óléttu konunnar heim til hennar og þær gæða sér á veitingum um leið og sú ólétta þiggur gjafir fyrir sjálfa sig og barnið.
Eftirfarandi myndasafn sýnir kökur sem einhverjir sjálftitlaðir listamenn í kökuskreytingum hafa gert af því tilefni að von var á dreng í heiminn. Sumar þeirra eru svo krípí og ljótar að maður furðar sig hreinlega á því að það hafi yfirleitt verið tekin mynd af fyrirbærinu. Hefði betur farið bara beint í ruslið.
Vei! Sæðiskaka með einu krispí risasæði í miðjunni. Sæðiiii, namm! E. Nei.
Bláleitt barn með naflastreng – af því öllum finnst naflastrengurinn bestur. Helst með rjóma.
Búkur með sónarmynd, við vitum fátt girnilegra. Mmmmm…
Ekki nóg með það það sé óspennandi að skera í nýfætt barn og borða það heldur erum við hér með nýfæddan PRINS, með kórónu og læti. Pass.
Skilaboð til hinnar verðandi móður á kökunni. Ólafía, þú átt að rembast! Svo það sé á hreinu.
Hver er útgönguleðin hjá þessu stjörnubarni? Naflinn? Æi.
Ekki nóg með að Ethan litli sé bara alveg eins og ET frændi heldur situr hann ofan á sjónvarpi. Börn eiga ekki að vera ofan á sjónvörpum. Aldrei. Og þau eiga helst að vera með nef. Og líta ekki út eins og E.T.
Tristan litli er eins og fenjaskrímsli eða froskur sem búið er að keyra yfir. Pínu trist.
Er pabbinn dópdíler? Þarf að hafa það svona áberandi?
Fóstur í gelatíni, eða glæru matarlími. Namm! Mmmmm… má ég fá meira?
Hér erum við með fullt af sæði á bollakökum sem stefna í átt að risaeggi þar sem sigursæðið heldur á skilti sem búið er að skrifa BITCHES á. Er ekki í lagi?
Þetta lítur út eins og múslimskur Packman að háma í sig pulsu með öllu eða eitthvað álíka ógirnilegt.
Er mamman í nöglum? Er hún íslendingur kannski? Ái hvað þetta er ekki fallegt.
Takk fyrir útskýringarkökuna – maður hafði bara ekki hugmynd.
Ekki nóg með að fótur, bumba og brjóst séu frekar ólystug fyrirbæri, bráðnandi hendur eru ekki til að bæta þetta.
Ætti maður að byrja á fylgjunni? Eða hausnum? Hmmm?
Frábært mót. Þú getur fyllt það af lituðu gelatíni, Jello, og svo bara jumm. Eða kjötfarsi? Eða ekki?
Ætli Rachel hafi borðað ytri barmana eða hausinn sjálf? OMG. Hræðilegt!
Góðar stundir
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.