Það er eitthvað sem mér finnst svo skemmtilegt við kaldhæðinn húsmæðrahúmor.
Á þessum 50’s árum, þegar það var fátt annað í stöðunni en að giftast einhverjum sæmilegum karli og sjá svo um börn og heimili urðu margar konur stundum hálf klikkaðar.
Eina flóttaleiðin um tíma reyndust litlar gular töflur (mothers littler helper) og svo er það engin tilviljun að kokteila menningin hafi náð ákveðnu hámarki á þessum árum. Lítið annað að gera á bak við gardínuna en að mixa, sötra og hanga í símanum. Um þetta hafa verið samin bæði lög og kvikmyndir en svo eru það þessi hressandi kort sem maður rekst stundum á.
Smelltu til að stækka myndinar
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.