Á laugardaginn síðasta kepptu Tobba Marinós, Rikka, Marta María, Bryndís Ásmunds og fleiri flottar stelpur í fótbolta á KR vellinum þar sem markmiðið var að safna áheitum fyrir Rakel S. Magnúsdóttur en Rakel hefur síðastliðin átta ár barist við krabbamein og á þessu tímabilið hefur hún eignast tvær dætur þrátt fyrir að hafa fengið fimm greiningar.
Mætingin á völlin var góð þrátt fyrir að kuldaboli var á staðnum og rigningin féll af himnum ofan en áhorfendur gátu hitað kroppinn með heitu kakói og hrópum á stelpurnar.
Leikkonur FC Ógn eru meðal annars þær Rakel Garðarsdóttir- framleiðandi Vesturports, knattspyrnustjóri og eigandi FC Ógnar, Vala Garðarsdóttir – Fonleifafræðingur, Guðrún Katrín – Hjúkka, Bára Kristgeirsdóttir – Grafískur hönnuður, Rósa – Verslunarstjóri í Laura Ashley, Nina Dögg – Leikkona, Þorbjörg Helga – Leikkona, Sigurbjörg Þrastardóttir – Rithöfundur og skáld og Hrefna Sætran svo einhverjar séu nefndar.
Frægðarfraukurnar, eða selebbarnir, voru meðal annars þær Tobba Marinósdóttir, Friðrika Hjördís Geirsdóttir, Björk Eiðsdóttir, Bryndís Ásmunds, Þóra Sigurðardóttir, Kolbrún Pálína, Rakel Þorbergs, Eva María Jónsdóttir, Linda Blöndal og Dóra Wonder.
Stelpurnar voru ekki alveg að ná að rústa FC Ógn en gáfu þær sig alla í leikinn og var gaman að fylgjast með hvernig þær tækluðu boltann.
Fyrir þá sem vilja lesa um sögu Rakel Söru geta farið á Fésbókarvegginn FC ÓGN spilar á móti CELEB liði og fyrir þá sem vilja styrkja Rakel Söru í baráttu sinni hefur verið stofnaður styrktarreikningurinn á Kt: 0805834949, Banki 0101 HB 05 Rknr. 262063
Þessar flottu myndir tók pabbi ‘íþróttafréttaritara pjattrófanna’ , Þorsteinn Ásgeirsson.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.