Það var í lok febrúar árið 2009 sem Pjattrófurnar.is hófu göngu sína á netinu. Við vildum fjalla um kvennaáhugamálið snyrtivörur, gefa góð ráð og koma með ábendingar um allt það sem er fallegt, sætt og skemmtilegt í tilverunni, hvort sem það tengist hönnun, mat, heimili, samböndum eða öðrum mikilvægum þáttum lífsins og tilverunnar.
Við vildum einfaldlega gera svolítið dannaðan, áhugaverðan og jákvæðan vef sem er skrifaður af konum til kvenna og búa þannig til skemmtilegt “stelpupartý” á netinu (á þessum tíma var nefninlega efni af okkar tagi lítið áberandi í íslenskum fjölmiðlum).
Þetta tókst og gott betur því Laugardaginn 03.03 fögnuðum við 3 ára afmæli okkar með því að halda glæsilegt afmælispartý!
Um 200 konur mættu og fyrstu 100 fengu flotta gjafapoka sem innihéldu m.a. augnháranæringu frá L’Oreal, yndislega líkamsolíu frá Nivea, Gucci by Gucci ilm og sitthvað fleira pjattrófulegt -auðvitað dekrum við við gestina okkar!
Drottningarnar Georg og Robert hjálpuðu okkur í gestamóttökunni og allar vinkonur okkar fengu bæði Somersby og dýrðlegan kokteil að drekka sem barþjónarnir á Austur gerðu sérstaklega fyrir okkur. Drykkurinn heitir Pjattrófan (en ekki hvað) og inniheldur m.a. berjamauk, Smirnoff Orange og Smirnoff Green apple (gefum uppskriftina síðar).
Allar skemmtum við okkur frábærlega vel og eftir kvöldið var ákveðið að það yrði ekki langt að bíða í næsta viðburð enda fátt eins skemmtilegt og gott stelpupartý!
Kíktu hér á myndir af gestum og stemmningu. Við setjum von bráðar inn myndband af kvöldinu…
Takk fyrir okkur elsku vinkonur og takk fyrir að lesa vefinn okkar!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.