Gleðigangan fór fram í höfuðborginni síðasta laugardag. Þar komu saman allskonar Íslendingar á sólríkum dýrðardegi að fagna því blómahafi sem mannlífið okkar er – í öllum sínum fjölbreytileika.
Ég fékk frábæran stað rétt fyrir aftan Fríkirkjuna til að fylgjast með göngunni og var með iPhone-inn á lofti. Stemmningin var ótrúlega sæt. Mömmur, pabbar, afar, ömmur, ömmupör og mömmupör, pabbapör og frændur ásamt öllum hinum voru samankomin í sólinni við Tjörnina í Reykjavík og hvergi var súran svip að sjá.
Myndirnar segja auðvitað meira en öll orðin. Hér má sjá Haffa Haff, Völu Grand, Jón Gnarr, Óttarr Proppé og ótal fleiri fagna fjölbreytninni í frábærri (og nú heimsfrægri) gleðigöngu sem fór frá Sóleyjargötu niður að Arnarhóli.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.