Veit ekki alveg hvað málið er með pastelbleiku hárkolluna sem Lady Gaga ber á mars forsíðu bandaríska Vogue en kjóllinn sem hún klæðist á forsíðunni er úr hönnunarlínu Alexanders McQueen.
Hún er búin að sanna það stelpan að hún er algerlega óhrædd að hugsa út fyrir rammann. Ég hefði persónulega frekar viljað sjá sítt platínum -ljóst -slétt hár við þessar aflituðu augabrúnir en það er bara mitt álit.
Hún minnir örlítið á veru utan úr geimnum. Er heldur hörkuleg og kannski smá karlmannleg á myndunum. En eitt er víst að því lengur sem ég horfi á myndirnar því betri verða þær.
Lady Gaga klæðist hönnun Alexander McQueen, Aider Hackermann og Louis Vuitton fyrir myndatökuna, en ljósmyndarinn er hin heimsþekkti Mario Testino.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.