Sumar tískuljósmyndir eru dásamlega tímalausar eins og þessar sýna mjög vel en þær teknar 2002 fyrir breska Vogue.
Kate Moss er sólbrún, frískleg og í flottu líkamlegu formi á myndunum. Mér þóttu þessar myndir töff þegar ég keypti tímaritið árið 2002 og mér finnast myndirnar enn ótrúlega flottar í dag. Fatnaðurinn er enn þrusuflottur, skartið, hár og förðun enn inni og myndirnar fá mig til að hlakka til sumarsins.
Annars klikka ljósmyndaranir Mert Alas og Marcus Piggot aldrei, en þeir eiga heiðurinn af þessum fallegu myndum.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.