Það er staðreynd að íslendingar ferðast mikið til norðurlandanna og þá sérstaklega til Danmerkur. Önnur staðreynd er að íslendingar ELSKA að komast í H&M að versla flott og ódýr föt.
Það hefur verið í umræðunni að H&M búð muni opna á Íslandi. Ég persónulega vill það ekki. Mér finnst alveg nógu margir íslendingar vera í fötum frá H&M. Ég held það myndi enda með ósköpum ef við kæmumst í H&M hvenær sem er. Svo er líka gaman að komast sjaldan í búðina, þá er það miklu skemmtilegra.
Sjálf er ég að fara bæði til Danmerkur og Svíþjóðar í sumar og mun sennilega labba út með nokkra H&M poka eins og alltaf.