Ég get því miður ekki lesið rússnesku en heillaðist gjörsamlega af myndatökunni hjá hinum ítalska ljósmyndara Riccardo Vimercati fyrir október útgáfu rússneska tímaritsins L’Officiel.
Fannst þær minna ansi mikið á íslenska náttúru en gætu þess vegna verið teknar í Skotlandi. Ótrúlega fallegar litasamsetningar og áferð svo ekki sé minnst á flíkurnar.
Smelltu til að stækka myndirnar:
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.