Ég rambaði á alveg hreint magnaðar auglýsingar frá síðustu öld.
Eins og sjá má hefur mikið breyst frá því amma var ung þó enn eimi sumstaðar af ósköpunum á hinum ýmsu stöðum. Mismikið reyndar eftir löndum og menningarhópum og sumir segja betur má ef duga skal.
Á þessum skrítnu og spaugilegu auglýsingum má sjá að viðhorf til kvenna voru almennt þau að við gætum ekki svo auðveldlega ekið bílum og að eldhúsið væri okkar vígvöllur þar sem við gætum grenjað út heimilistækin til að elda ofan í bóndann. Hann er jú með fjárráðin sjáðu til. Svo er best að þrífa sig vel að neðan og vandlega og vera ekki með neinn skæting… og tölva, ha, hvað er það?
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.